Föstudagurinn var hefðbundinn dagur með hraðmóti í innanhússknattspyrnu, frjálsum íþróttum og svokölluðum gryfjubolta (skotbolti). Þrátt fyrir einhverju úrkomu viðraði vel og drengirnir gátu verið úti og farið á báta. Dagurinn tókst vel og áður en hefðbundinn kvölddagskrá hófst skoruðu foringjarnir á annars vegar „Pressuna“ og hins vegar „Landsliðið“ í knattspyrnu.

Með kveðju, Páll og Guðmundur Karl forstöðumenn.

ps. Engar myndir koma inn með þessari færslu.