Í dag laugardag er síðasti heili dagur drengjanna í Vatnaskógi. Þrátt fyrir vætu hefur veður verið nokkuð gott. Heldur hefur þó bætt í vind eftir því sem liðið hefur á daginn. Í morgun spiluð „Landsliðið“ og „Pressan“ knattspyrnuleik og eftir hádegi var boðið upp á „orustu“- leik þar sem notaðir eru hoppukastalar og léttar kúlur til að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir bardaga. Leikurinn nýtur mikilla vinsælda. Hátíðarkvöldverður hefst kl. 19:00 og þá hefst sjálf veisludagskráin með fjölbreyttu, en hefðbundnu sniði.

Með kveðju, Páll og Guðmundur Karl forstöðumenn.

 

ps. Myndir af veislukvöldi verða settar inn á morgun.