Drengir á 1. borði ásamt Davíð foringja voru ánægðir með kökuna og brauðið í kaffinu.
Þrátt fyrir stökuskúri látum við ekkert stoppa okkur hér í Vatnaskógi. Hér eru dæmi um það sem við höfum gert saman:
– Margir óðu og syntu í Eyrarvatni í gær.
– Keppt var í Járnmanninum þar sem sund, hlaup og kassabílarallý kom við sögu.
– Drengirnir spreyttu sig í kúluvarpi, spjótkasti og 60 m hlaupi.
– Eltingaleikur í skóginum tókst vel.
– Bátarnir voru að sjálfsögðu opnir og vel sóttir.
– Sumir slökuðu á í heitu pottunum í gærkvöldi.
– Kvöldvakan í gærkvöldi var skemmtileg þar sem sungið var fullum hálsi, leikrit sýnd og fengu drengirnir að heyra Guðs orð.

Í morgun var vaknað klukkan 8:30. Eftir morgunmat var morgunstund og núna eru strákanir um allt svæðið, sumir í knattspyrnu, sumir í leik í skóginum, sumir úti á bát og sumir í íþróttahúsinu í borðtennis, billiard og fótboltaspili.

Flokkurinn fer semsagt vel af stað hér í Vatnaskógi.

Núna í hádeginu verður Lasagna à la Vatnaskógur í matinn sem strákarnir borða trúlega með góðri lyst eins og vanalega.

Með kveðju,
Birgir forstöðumaður