Gott að hlýja sér í volgu vatni eftir busl.

Veðrið hefur batnað og sólin lét meira að segja sjá sig í gærkvöldi. Það sem hefur drifið á daga okkar síðasta sólarhring er til dæmis:
– Ýmsir knattspyrnuleikir.
– Róðrakeppni.
– Gönguferð í um klukkustund í sund á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd þar sem buslað var fram eftir kvöldi.
– Drullubolti við vatnið.
– Tarsanleikur í íþróttahúsinu sló í gegn.
– Margir spreyttu sig á langstökki án atrennu.
– Kvöldvaka þar sem var sungið og sprellað. Framhaldssaga um Jón spæjó var sögð og drengirnir fengu að heyra Guðs orð.

Í kvöldmat í gær var skyr og brauð. Í kvöldkaffinu eftir kvöldsundferð voru kex og ávextir sem voru borðuð af mikilli lyst. Ekki tók langan tíma fyrir drengina að sofna þar sem margir voru úrvinda eftir daginn.

Dagurinn í dag fer vel af stað eftir að vakið var kl. 08:30. Nú fer hádegismatur að hefjast þar sem kjötbollur eru í matinn.

Með kveðju,
Birgir forstöðumaður