Fjör í íþróttahúsi

Veðrið var gott í gær. Margt var um að vera:
– Hluti drengjanna fór í ferðalag. Fyrst var róið yfir Eyrarvatnið og svo gengið upp á fjallstindinn hér á móti sem er hluti af Skarðsheiðinni. Þeir tóku með sér nesti sem var snætt á fjallinu. Þegar niður var komið var róið aftur yfir vatnið til baka í Vatnaskóg.
– Á vatninu var keppni um að halda sér þurrum. Við það duttu margir og blotnuðu. Þeir fóru þó fljótt í þurr föt.
– Amazing Race keppni var haldin eftir kvöldmat þar sem ýmsar þrautir voru leystar, m.a. að semja ljóð. Það var mikið fjör.
– Borðtennismót gekk vel í íþróttahúsinu.
– Í íþróttahúsinu var hoppuskastalafjör sem margir tóku þátt í.
– Drengirnir spreyttu sig á langstökki og stukku margir hverjir mjög langt.

Í kvöldmat í gær voru grillaðar pylsur. Annað kvöldið í röð tók ekki langan tíma fyrir drengina að sofna þar sem margir voru úrvinda eftir daginn.

Vakið var aðeins síðar í dag kl. 09:00. Í dag er deginum snúið á hvolf þar sem byrjað var með kvöldkaffi og síðan kvöldvaka. Í kvöld verður svo morgunmatur. Þetta gerir ævintýravikuna hér enn skemmtilegri.

Með kveðju,
Birgir forstöðumaður