Í gær var veisludagur með veislukvöldmat og veislukvöldvöku.

Um daginn reru margir drengir bátum að vanda. Keppt var í brekkuhlaupi og tennisboltakeppni.

Drengirnir klæddu sig upp og snæddu dýrindis kvöldverð. Eftir kvöldvökuna var veislukvöldvaka sem innihélt:
– Kröftugan söng drengjanna.
– Úrslitakeppni í Biblíuspurningakeppninni.
– Sjónvarp Lindarrjóður: Myndband sem sýndi það helsta sem drengirnir tóku sér fyrir hendur í vikunni.
– Lokahluta framhaldssögunnar um Jón spæjó.
– Hugleiðingu um kristna trú.
– Meiri söng.
– Bikaraafhendingu þar sem einstaklingar og borð fá afhenta farandbikara fyrir árangur í hinum ýmsu keppnum sem hafa staðið yfir um vikuna. Má þar nefna tálgkeppni, frjálsíþróttakeppni, knattspyrnukeppni, borðtennismót, billjardmót, skákmót, vítakóng flokksins, Amazing-race ratleik, smíðakeppni o.fl.

Eftir kvöldhressingu fengu þeir sem vildu að horfa á stuttmynd héðan úr Vatnaskógi áður en haldið var í rúmið. Eins og öll kvöld var svo kapellustund fyrir þá sem vilja fyrir svefninn.

Í dag fengu drengirnir að sofa út til klukkan 09:30. Í matinn núna í hádeginu eru pizzur.

Rúturnar leggja af stað frá Vatnaskógi kl. 16:00 og koma á Holtaveg 28 í Reykjavík kl. 17:00.

Drengirnir nutu þess að vera í Vatnaskógi þessa vikuna. Það var frábært að hafa þá! 🙂

Takk fyrir okkur!

Fyrir hönd starfsfólks Vatnaskógar,
Birgir forstöðumaður