Jæja, þá erum við komnir í skóginn eftir skemmtilega rútuferð um Hvalfjörðinn. Við komu í skóginn var blankalogn og því kjörið bátaveður. Eftir að hafa fengið góðan Vatnaskógarfisk í hádegismat héldu drengirnir út á vatn, sumir fóru í fótbolta, leiki eða út í íþróttahús.
Þetta er greinilega flottur og fjörugur hópur sem kominn er hingað og hlökkum við til að eiga góða daga saman. Myndir og frekari fréttir koma inn á heimasíðuna á morgun.
Með kveðju úr Lindarrjóðri,
Ásgeir Pétursson – forstöðumaður.