Það var mikið stuð seinni part gærdagsins í skóginum og voru flestir fegnir því að komast í rúmið undir kvöld. Við fengum heimsókn frá kvikmyndagerðarmönnum sem eru að gera stuttmynd fyrir Vatnaskóg. Strákarnir í flokknum fengu tækifæri til að taka þátt í gerð myndarinnar með þátttöku sinni á kvöldvöku.

Gamla skála breytt í kvikmyndaver.

 

Strákarnir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir að þurfa að syngja sama lagið aftur og aftur þangað til rétta skotið náðist loks.

 

Nú í morgun skein sólin hressilega á okkur þegar við vöknuðum, þannig það má gera ráð fyrir miklu fjöri á bátunum og við vatnið í dag. Einnig verður nóg annað á boðstólnum eins og venjulega; fótbolti, borðtennismót, stórfiskaleikur, smíðastofa, skógarævintýri, busl, veiði er aðeins brot af því sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða í dag.

 

IMG_8631

Flestum líður vel og skemmta sér konunglega í Vatnaskógi. Dagurinn byrjar mjög vel hjá okkur og innan skamms verða myndir settar inn á netið.

 

Með kveðju úr Lindarrjóðri,

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður