Þá er veisludagur í Vatnaskógi runninn upp. Dagskráin verður stútfull og munu foringjarnir draga fram öll sín helstu tromp í dag og á morgun. Á þessari stundu er verið að setja brekkuhlaupið, en það hefur lengi verið hefð að hlaupa að hliðinu og til baka á veisludag.

IMG_0030

Í gær fóru þeir sem vildu í Hylinn, sem er staðsettur hinumegin við vatnið. Þar stukku hraustir drengir ofan í kalt vatnið. Bátarnir voru opnir og héldu margir sundkappar áfram að svamla í vatninu, enda veðrið alveg frábært til þess.

IMG_0048

Í kvöld verður boðið upp á veislumat og sérstaklega langa- og skemmtilega veislukvöldvöku þar sem verður brugðið á leik og verðlaunaafhending fyrir hin ýmsu afrek í flokknum verða veitt. Þá munu úrslit í biblíuspurningarkeppninni fara fram milli annars og þriðja borðs, en þau komust áfram úr undankeppninni.

 

IMG_0065

Brottför er síðan á morgun og er áætluð heimkoma um  kl. 17:00.

 

Með kveðju úr Lindarrjóðri,

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður