Drengirnir voru vaktir 8:30 og tóku við hefðbundin morgunstörf. Tennur burstaðar, morgunmatur borðaður, fáninn hylltur, morgunstund haldin og farið á biblíulestur. Við tók hefðbundin dagskrá þar sem boðið var upp á frjálsar íþróttir, fótbolta, báta og innileiki. Veðrið í dag hefur verið þokkalegt, skýjað en logn. Eftir nónhressingu fórum við í orrustu, sem er leikur ekki ósvipaður skotbolta/paintball/lazer-tag nema bara skemmtilegra og vakti það mikla lukku. Hoppukastalarnir voru blásnir upp og var tóm hamingja sem ríkti í íþróttahúsinu. Dagurinn leið svo þar sem bátarnir voru áfram opnir og spilaður meiri fótbolti ásamt leikjum sem haldnir voru inni í íþróttahúsi. Það er reglulega gaman hérna og drengjunum leiðist ekki. Núna eru foringjar að syngja þá í svefn enda drengirnir orðnir þreyttir eftir annasaman dag. Myndir eru komnar inn og eru þær hér.

Kveðja. Arnór, forstöðumaður.