hinsegin kökur

Veisludagur rann upp með algjöru logni og mikilli mýflugu. Við sváfum aðeins lengur í morgun og því var gafst tími fyrir lítið eftir morgunverkin okkar venjulegu. Dagskráin í dag einkenndist af vatnafjöri þar sem mikið var vaðið og bleytt sig ásamt því að mikil skemmtun var í íþróttahúsinu. Hoppukastalarnir voru aftur dregnir fram og voru ýmsir leikir prófaðir út frá þeim. Í kaffinu var boðið upp á muffins í formum úr hinum ýmsu litum þar sem fjölbreytileikanum var fagnað. Kvöldmaturinn var svo ekki af verri endanum. Lambalæri, brún sósa og kartöflur á boðstólnum og ég veit ekki með drengina en a.m.k. líður mér eins og ég verði aldrei svangur aftur. Hvílík veisla! Veislukvöldvakan var svo mjög vel heppnuð þar sem drengirnir tóku hástöfum undir í öllum söngvum, bikarar voru afhentir, Villiöndin steig tvisvar á svið og flutti leikrit, Sjónvarp Lindarrjóður var flutt með gamla stílnum og myndir úr flokknum sýndar þeim til mikillar skemmtunnar. Enduðum við svo á því að syngja Skonrokkið okkar og hlusta síðan á hugleiðingu. Flokkurinn hefur heppnast mjög vel og var reglulega gaman að hafa drengina hérna þessa vikuna. Á morgun munum við svo pakka saman og drepa tímann með skemmtilegum leikjum.

Við verðum komnir heim að Holtavegi 28 kl. 17:00 á morgun, sunnudaginn 11. ágúst og vil ég biðja þá sem ætla að sækja drengina hingað í Vatnaskóg að vera komnir fyrir kl 16:00. Einnig er mikilvægt að hringja hingað í Vatnaskóg (4338959) og láta vita fyrir hádegismat svo við getum aðskilið farangurinn. Restin af myndunum koma inn á morgun.

Hýrar kveðjur. Arnór, forstöðumaður.