Mannskapurinn var þreyttur en glaður þegar vakið var í morgun. Í gærkvöldi var sett upp stórt ball í nýbyggingu Birkiskála. Sett voru upp ljós og græjur ásamt því að plötusnúðar komu úr höfuðborginni sem léku tónlist langt fram eftir kvöldi.

IMG_8341

Í morgun fræddumst við um hamingjuna og að fræðslunni lokinni var skipt upp í umræðuhópa.

IMG_0999

Nú eftir hádegi munum við ganga út að Oddakoti, sem er baðströnd skógarmanna og þar verður farið í drulluslag! Áætlað er að allir geti síðan skolað sig í vatninu að loknum slagnum. Mögulegt verður síðan að skella sér í sturtu og potta þegar heim verður komið.

 

Kveðja úr skóginum

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður

 

Nýjar myndir má finna hér:

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157635055612579/