Jólakort Vatnaskógar

Jólakortin frá Vatnaskógi eru nú til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Kortin eru gefin út af Skógarmönnum og eru þetta svo sannarlega falleg jólakort og ekki er það af verri endanum að geta styrkt Skógarmenn á sama tíma og ástvinir eru gladdir með jólakveðju.

Kortin koma tíu saman í pakka og kosta einungis 1.000 kr. Hægt er að kaupa þau í afgreiðslunni á Holtaveg 28 alla virka daga á milli kl. 9-17.

Jólakort Vatnaskógar