ÖlverÞað er spennandi sumar framundan hjá okkur KFUM og KFUK og eflaust ótal skemmtilegar stundir í sumarbúðum og leikjanámskeiðum okkar.

Nú eru flokkaskrár sumarbúðanna aðgengilegar á netinu og ekki seinna vænna en að kíkja á þær og skipuleggja sumarið. Hægt er að skoða flokkana hér.

Miðvikudaginn 19. mars kl. 18:00 hefst skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar um skráningardag koma þegar nær dregur.