Stjórn Skógarmanna mælist til þess að eftirfarandi lagabreyting verði samþykkt:

Núgildandi 4. gr. sem hljóðar í dag svona:

4. grein: Skipan stjórnar
Stjórn Skógarmanna KFUM, skal skipuð sjö karlmönnum sem allir skulu vera fullgildir félagar í
KFUM og KFUK á Íslandi. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi skipar einn stjórnarmann til eins
árs. Sex skulu kjörnir til tveggja ára á aðalfundum Skógarmanna KFUM á þann hátt að þrír gangi
úr stjórninni hverju sinni. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Verði breytt þannig að hún hljóði svo:

4. grein: Skipan stjórnar
Stjórn Skógarmanna KFUM, skal skipuð sjö karlmönnum og tveimur til vara sem allir skulu vera fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi skipar einn stjórnarmann til eins árs. Sex aðalmenn skulu kjörnir til tveggja ára á aðalfundum Skógarmanna KFUM á þann hátt að þrír aðalmenn gangi úr stjórninni hverju sinni. Varamenn skulu kjörnir til eins árs á aðalfundi Skógarmanna KFUM. Áður en kosið er um varamenn skal niðurstaða kosninga aðalmanna liggja fyrir. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Breytingarnar sem um ræðir eru feitletraðar hér að neðan

4. grein: Skipan stjórnar
Stjórn Skógarmanna KFUM, skal skipuð sjö karlmönnum og tveimur til vara sem allir skulu vera fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi skipar einn stjórnarmann til eins árs. Sex aðalmenn skulu kjörnir til tveggja ára á aðalfundum Skógarmanna KFUM á þann hátt að þrír aðalmenn gangi úr stjórninni hverju sinni. Varamenn skulu kjörnir til eins árs á aðalfundi Skógarmanna KFUM. Áður en kosið er um varamenn skal niðurstaða kosninga aðalmanna liggja fyrir. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.