Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verður kaffisala um daginn kl. 14 og tónleikar um kvöldið kl. 20 til styrktar starfinu í Vatnaskógi á Holtavegi 28.

9502939251_88d93d7ecb_z

Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra veitinga á þessum degi. – Frábærar veitingar.

Um kvöldið kl. 20:00 verða síðan tónleikar að hætti Skógarmanna á Holtavegi 28. Aðgangseyrir er aðeins 1.800 kr. og óhætt er að lofa frábærri skemmtun. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, skemmtun við allra hæfi, hinn frábæri Karlakór KFUM mun koma fram, undirleikari er Ásta Haraldsdóttir. Síðan munu söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Erla Björg Káradóttir syngja nokkur lög og að lokum mun Tónlistarhópurinn Sálmari flytja nokkur lög. Stjórnandi er séra Sigurður Grétar Sigurðsson.