Helgina 16.-18. maí verður feðginaflokkur í Vatnaskógi og er flokkurinn ætlaður feðrum og dætrum frá 6 ára aldri.
Íþróttir – Bátar – Gönguferðir – Kvöldvökur – Heitir pottar – Leikir Fræðslustundir – Kassabílar – Fræðslustundir og margt fleira.
Gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða til að kynnast Vatnaskógi. Tilvalið fyrir dætur að fara með pabba í Vatnaskóg og hafa það skemmtilegt með honum.
Verð í feðginaflokk er 13. 000 kr. en 15.700 kr. með rútu fram og tilbaka. Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða á www.sumarfjor.is
Mæting er í Vatnaskóg kl. 18:30 föstudaginn 16.maí og heimför úr Vatnaskógi er kl. 14:00 á sunnudeginum 18.maí. Rúta fer frá Holtavegi 28 kl. 17:30 og kemur tilbaka á sama stað kl. 15:00. Rúta kostar 2.700 kr. aukalega.