Bátarnir voru vinsælastir í dag

Bátarnir voru vinsælastir í dag

Miðvikudagur

Íþróttahúsið hefur verið opið og þar hafa drengirnir kíkt í salinn og hoppað í dýnunum eða spilað körfubolta meðan aðrir hafa verið á efri hæðinni að lesa, spila borðtennis eða billard.

Þó nóg hafi verið að gera og drengirnir haft nóg fyrir stafni þá hafa þeir orðið að nærast líka og maturinn hefur nú ekki verið af verri endanum. Boðið er upp á næringarríkan og hollan mat þar sem drengirnir eru á fullu og þurfa því orkuríkan mat. Í hádegismat var boðið upp á egg og beikon og bakaðar baunir. Í kaffi var kaka og brauðbolla og svo ávextir. Í kvöldmat var svo boðið upp á lambagúllas.

Kvöldið endaði á hefðbundinni Vatnaskógarkvöldvöku þar sem drengirnir sungu söngva og starfsmenn voru með leikþátt og framhaldssögu og svo var hugvekja. Drengirnir lögðust svo þreyttir til hvílu og voru allir steinsofnaðir á milli 23-23:30.

Drengjunum líður vel hver og einn virðist finna eitthvað við sitt hæfi.

Hart tekist á í fúsball

Hart tekist á í fúsball

Fimmtudagur

Drengirnir vöknuðu snemma í dag fimmtudag og voru nokkrir komnir á fætur um 6:30 og til þess að allir myndu ekki vakna svo snemma fóru þeir morgunhressustu út í íþróttahús með starfsmanni.

Sömu dagskrárliðir hafa verið í boði í dag og voru í boði í gær og enn eru það bátarnir sem eru vinsælastir. Okkur hefur borist liðsauki en Gísli Friðgeirsson sem réri í kringum landið á kæjak fyrir fimm árum ætlar að kenna þeim sem vilja á kæjak og fá 4 í einu aðgang að því. Nokkrir fóru svo út í skóg með foringjum að byggja trjáhús.

Hér er hægt að nálgast myndir úr flokknum

Takk fyrir okkur og endilega fylgist með á Facebook síðu Vatnaskógar þegar nýjar fréttir birtast.

Kveðja

Styrmir Magnússon, annar af tveimur forstöðumönnum flokksins.