Ásgeir forstöðumaður að reyna á snjóbrettahæfileika sína

Ásgeir forstöðumaður að reyna á snjóbrettahæfileika sína

Drengirnir í Gauraflokk hafa nú gist í Vatnaskógi í tvær nætur og hafa haft nóg fyrir stafni. Eftir tvær nætur í Vatnaskógi hafa þeir sem hér eru í fyrsta skiptið hlotið nafnbótina Skógarmaður.

Drengirnir voru margir hverjir vaknaðir fyrir klukkan 7 í gær eftir fyrstur nóttina og voru því orðnir mjög þreyttir um kvöldið. Þeir voru ekki jafn snemma á fótum í morgun og nánast allir enn sofandi þegar farið var að vekja klukkan 8 í morgun.

Nóg hefur verið að gera um daginn, bátarnir hafa haldið áfram að vera það sem drengirnir sækja mest í. Í listasmiðjunni var boðið upp á að búa til andlitsgrímur úr gifsi sem þeir fengu svo að mála og hafa eftir sínu eigin höfði og voru um þriðjungur drengjanna sem nýttu sér það og gengu svo með grímurnar á sér hvert sem þeir fóru og ef maður hitti þá óvænt þá hálf brá manni.

Gísli sýnir þeim björgun með kæjak

Gísli sýnir þeim björgun með kæjak

Eins og greint var frá í gær barst okkur liðsauki frá kæjakræðaranum Gísla Friðgeirssyni hann hefur boðið drengjunum að kenna þeim á kæjak og hefur það aldeilis slegið í gegn hjá þeim drengjum sem hafa þegið það. Þeir fengu blautbúning og Gísli kenndi þeim að velta kæjökunum og þeir sem gerðu það fannst það mjög gaman. Eftir hádegi í dag og eftir kaffi verður áfram boðið upp á kæjaknámskeið fyrir þá sem það vilja.

Í dag verða bátarnir opnir og listasmiðjan, í listasmiðjunni verður boðið upp á að búa til ofurhetjur og verður skemmtilegt að sjá afraksturinn af því þegar þegar það byrjar. Drengirnir geta áfram sem áður farið í íþróttahúsið og leikið sér þar hvort sem það er í íþróttasalnum í boltaleikjum eða á efri hæðinni í borðtennis eða teiknimyndasögum. Eftir hádegi verður boðið upp á gönguferð í kringum vatnið fyrir þá sem það vilja og ekki ólíklegt að einhverjir þiggi það því það er ævintýri að fá að labba yfir árnar sem renna í og úr vatninu. Svo eru einhverjir sem vilja taka þátt í bakstrinum fyrir kaffitímann. Það er því nóg fyrir stafni og enginn hætta á að drengirnir nýti ekki alla þessa orku sem þeir hafa í eitthvað skemmtilegt.

Strákarnir eru allir að koma til og verða rólegri með hverjum matartímanum og hlusta vel sérstaklega þegar þeim er sagt sögur eða eitthvað spennandi. Í hádeginu í gær var fiskur í kókossataysósu sem rann ljúflega niður hjá flestum og í kvöldmatinn voru svo kjúklingaleggir með sætkartöflum og brúnni sósu. Í hádeginu í dag verður svo kjötsúpa og brauð. Næg orka í boði fyrir orkumikla drengi.

Drengur að æfa veltu

Drengur að æfa veltu

Foreldrar þessa drengja geta því verið stolltir af drengjunum sínum og við þökkum það mikla traust sem okkur er sýnt að fá að hafa ofan af fyrir þeim þessa vikuna.

Því miður gleymdist að mestu að taka myndir í gær en nokkrar myndir náðust af kæjak kennslunni. Við munum því passa að taka myndir af deginum í dag og birtum þær á vefnum á morgun

Kveðja Styrmir Magnússon, annar af forstöðumönnum Gauraflokks.