Bogi foringi að undirbúa að draga drengi á Tuðrunni.

Bogi foringi að undirbúa að draga drengi á Tuðrunni.

Nú eru snillingarnir í Gauraflokk vaknaðir, þeir sváfu flestir til klukkan 8:30 alveg útkeyrði eftir dagskrá undanfarinna daga. Í morgunmat var boðið upp á kornflex, cheerios og súrmjólk.

Í dag stendur til að bjóða upp á Wipeout en þá er sett upp tímabraut þar sem þeir hlaupa upp brekku á sápulögðu plasti, róa ákveðið oft í báti fullum af vatni og renni sér svo á rennibraut út í vatnskar. Þessi dagskrárliður er yfirleitt mjög vinsæl og öruggt að á því verður engin undantekning í Gauraflokk.

Í gær hélt kæjakkennslan áfram sem drengirnir kunnu vel að meta og fannst gaman að bleyta sig aðeins og hvolfa bátunum undir öruggu eftirliti starfsmanna. Nokkrir drengir tóku sig til og sömdu handrit af kvikmynd þar sem þeir þóttust vera að skilmast á bryggjunni og hentu hvor öðrum út í vatn. Mikil hugmyndarvinna hafði verið í gangi hjá þeim og þeir voru tilbúnir með handrit sem tók reyndar sífeldum breytingum, verður gaman að sjá afraksturinn af því.

Boðið var upp á göngu fyrir þá sem vildu í kringum vatnið eins og fram kom í pósti gærdagsins, margir tóku þátt í því og nutu sín vel fyrir utan það að þeir fengu alveg nóg af mýinu sem var hrifnara af þeim en þeir af því. Boðið var upp á að draga þá á tuðrunni sem hengd er aftan í gúmmíbátinn á staðnum og voru færi en við bjuggumst við sem nýttu sér það, en þó um helmingurinn af drengjunum. Samkeppnin við tuðruna var skotbolti sem fram fór í íþróttahúsinu og var hann mjög vinsæll.

Alltaf nóg um að vera í Listasmiðjunni.

Alltaf nóg um að vera í Listasmiðjunni.

Það er óhætt að segja að mikil orka sé í drengjunum og því gott að hér sé mikið af hæfileikaríku starfsfólki sem nær vel að hafa ofan af fyrir drengjunum og virkja þessa miklu orku. Auk þess er veðrið búið að vera frábært og veðurspáin fyrir næstu daga er ekki til að kvarta yfir.

Myndir frá flokknum