Þá er komið að síðasta heila deginum í Gauraflokk. Drengirnir voru flestir vaknaðir um átta leytið og komnir á stjá. Klukkan 9:00 var morgunkaffi hjá drengjunum þar sem í boði var brauð og heitt kakó. Eftir morgunstund var boðið upp á kókosbollugerð fyrir þá sem það vildu, bátarnir voru opnaðir og íþróttahúsið einnig.
Ekki tókst að hafa WipeOut í gær vegna gröfuvinnu á því svæði og því verður WipeOut flutt til dagsins í dag. Einnig verða pottarnir opnir. Svo er að sjálfsögðu listasmiðjan, smíðaverkstæðið og bátarnir opnir í dag.
Í gær var boðið upp á tvær ævintýraferðir út á baðströnd Vatnaskógar þar sem einnig er smá drullupyttur. Farið var í drulluskotbolta með svampboltum og svo skoluðu menn að sér á Costa Del Oddakot og lögðust svo í grasið til þerris og til að fá smá lit. Allir smurðir með 50 factor sólarvörn. Í annarri ferðinni var sigið í klettum undir styrku eftirliti starfsmanna.
Í Listasmiðjunni voru þeir sem það vildu að gera hús með ýmiskonar efnisvið, spýtum, pappakösskum og öðru og húsunum svo raðað á teiknaðar götur.
Í matinn í gær Lax í hádegismat og kjúkklingur fyrir þá sem ekki voru hrifnir af Laxnum og í kvöldmat var Lasagna sem rann einni ljúflega niður. Veðrið hefur verið unaðslegt og leikið við okkur og þannig er það einnig í dag þannig að sólarvörnin kemur enn að góðum notum.