Fyrsti dagurinn í 4. flokki hér í Vatnaskógi gekk með sóma. Hérna eru 75 drengir á aldrinum 12-14 ára og dagskráin hefur tekið mið af því. Hópur drengja notaði daginn ásamt foringjum til að byggja upp nýtt trjáhús í vesturenda Vatnaskógarsvæðisins, en einn starfsmaður Vatnaskógar fékk kennslu í uppbyggingu trjáhýsa hjá KFUM í Sviss á síðasta sumri, sem nýtist vel. Von er myndum af húsinu síðar í flokknum og ef veður leyfir eru áform um að nýta húsið í útilegu í lok vikunnar

Þá var í gær boðið upp á 60 metra hlaup, spjótkast, billiardmót, knattspyrnu, smíðaverkstæði, báta og listasmiðju svo fátt eitt sé nefnt og að lokinni kvöldvöku og kvöldkaffi var boðið upp á sameiginlega kvöldsögu þar sem drengirnir hlustuðu á Minningarbrot af lífi Najac, en hann er 12 ára drengur sem er þegar sagan hefst, barnaþræll á Haiti.

Framundan í dag er fjölbreytt dagskrá, þar sem við munum ekki láta veðrið stoppa okkur frá því að eiga góðar stundir.

Myndir úr flokknum eru hér á myndasíðu Vatnaskógar.