Í gærkvöldi, eftir kvöldkaffi, var boðið upp á ævintýraleik þar sem drengirnir reyndu að „flýja“ úr Vatnaskógi eftir að hafa „fundið kort, safnað birgðum og fengið lykil að hliðinu í Vatnaskóg“. Því miður höfum við ekki myndir af leiknum, enda allt starfsfólkið virkjað til að stöðva „flóttann“.

Leikurinn vakti mikla lukku, en stóð fram yfir miðnætti þannig að við tókum morguninn rólega í dag. Þannig að ef foreldrar reyndu að nýta símatíma dagsins er óvíst að þið hafið náð í gegn. Við biðjumst velvirðingar á því.

Við töluðum um bænalíf í morgun og í augnablikinu eru drengirnir núna að vinna í 4-8 manna hópum við að svara matsblöðum um dvölina fram til þessa, hvað hefur tekist vel og hvað við getum breytt og bætt síðustu dagana í þessari viku.

Framundan í dag er síðan hin gífurlega vinsæla orusta, sem er lágtæknisumarbúðaútgáfa af Lasertag. Verið er að skoða möguleika á útilegu í kvöld, en veðrið gæti sett strik í reikninginn.

Nokkrar myndir og myndbönd af fjallgöngu gærdagsins eru komnar á myndasíðu Vatnaskógar.