Það voru rúmlega 10 drengir sem völdu að sofa undir opnum himni í skóginum í nú í nótt í frábæru veðri. Annars var gærdagurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Eftir hermannaleik, gengu drengirnir niður á Hvalfjarðarströnd í sund. Mig langar að nefna það sérstaklega að starfsmaður sundlaugarinnar hafði á orði þegar við yfirgáfum sundlaugina í gær hversu vel drengirnir hefðu hegðað sér. Eftir sundið var fjölbreytt dagskrá sem endaði með kvöldvöku í Skógarkirkju, sem er rjóður í skóginum austanverðum, ofan við svokallaða kapelluflöt.

Í dag eru áform um vatnafjör, drulluleiki, knattspyrnu, fjársjóðsleit og brekkuhlaup svo fátt eitt sé nefnt, áður en hátíðarkvöldverður hefst kl. 19:00.

Það eru nokkrar nýjar myndir í albúmi flokksins á Flickr.