Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.

Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa.

7739362654_fa25575bb7_o

 

DAGSKRÁ SÆLUDAGA 2014
Fimmtudagur 31. júlí
19:00 Svæðið opnar
19:00 Matskáli: Grillin eru heit við Matskála
20:00 Við íþróttahús: Leiktæki sett í gang
20:00 Bátaskýli: Bátar lánaðir út
20:30 Gamli skáli: Útileikir fyrir framan skálann
22:00 Café Lindarrjóður: Tónlist og spjall
23:30 Kapella: Bænastund

Föstudagur 1. ágúst

09:00 Matskáli: Morgunverðarhlaðborð. Verð kr. 800,- Hámark 2.000 kr. á fjölskyldu –
10:00 Við Gamla skála: Fánahylling og bænastund í Kapellu
11:00 Gamli skáli: Barnastund  
12:00 Matskáli: Matur til sölu  – Súpa og brauð, verð kr. 800,-
13:30 Við Gamla skála: Skoðunarferð um Vatnaskóg
15:00 Íþróttavöllur: Knattspyrna
16:00 Café Lindarrjóður:  Fræðsla/umræður: Kristin þjóð og önnur trúarbrögð –  umsjón: Halldór Elías Guðmundsson guðfræðingur
18:00 Matskáli: Grillin heit – matur til sölu
19:30 Gamli skáli: Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri í sal Gamla skála
21:00 Íþróttahús: Kvöldvaka
22:30 Gamli skáli: Lofgjörðarstund
23:00 Íþróttahús: Unglingadagskrá í umsjón ungs fólks í Kristilegu skólasamtökunum
23:30 Kapella: Bænastund

Laugardagur 2. ágúst
09:00 Matskáli: Morgunverðarhlaðborð. Verð kr. 800,-
09:30 Við Gamla skála: Fánahylling og bænastund í Kapellu
10:00 Við Matskálann: Hreyfing og tónlist
10:00 – 12:00 Matskálinn: Skráning vegna Söng- og hæfileikasýningar barnanna (fyrir þá sem ekki hafa skráð sig með tölvupósti)
10:30 Gamli skáli: Gospelkór Vatnaskógar byrjar æfingu, (allir 14 ára og eldri velkomnir).
11:00 Íþróttahús: Gilitrutt (brúðuleikrit fyrir alla fjölskylduna)
11:00 Café Lindarrjóður: Kynning á GLS leiðtogaráðstefnunni
12:00 Matskáli: Matur til sölu – Pizza kr. 1.000,-
13:00 Við Bátaskýli: Vatnafjör, bátar, brunað um Eyrarvatn,
14:00 Matskáli: Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni. Spurningablöð fyllt út í Matskála
15:00 Knattspyrnuvöllur: Knattspyrnuhátíð
– 15:00 Fyrir 12 ára og yngri
– 15:00 Fyrir 13-17 ára
– 16:00 Vítaspyrnukeppni
– 16:30 Fyrir fullorðna
15:30 Gamli skáli: Fræðsla/umræður:  Séra Friðrik á hvíta tjaldinu. Umsjón: Bróðerni
15:30 Íþróttahús: Fjölskyldubingó í íþróttahúsi, glæsilegir vinningar
16:00 Íþróttavöllur: Kassabílarallý á íþróttavelli (2 í hverju liði)
17:00 Gamli skáli: Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri
18:00 Matskáli: Grillin heit – matur til sölu  Gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi
20:00 Íþróttahús: Kvöldvaka – Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson skemmta
22:00 Café Lindarrjóður: Jóhanna Guðrún og Davíð sjá um tónlist
23:00 Gamli skáli: Tónleikar
23:00 Íþróttahús: Dansleikur. Umsjón: Hljómsveitin Fónem
23:30 Kapella: Bænastund

Sunnudagur 3. ágúst
09:00 Matskáli: Morgunverðarhlaðborð Verð kr. 800,-
10:00 Við Gamla skála:  Fánahylling og bænastund í Kapellu
10:00 Við Matskálann: Hreyfing og tónlist
11:00 Íþróttahús: Fjölskylduguðsþjónusta
12:00 Matskáli: Matur til sölu – Lasagne kr. 1.000,-
13:00 Gamla skála:  Gönguferð með leiðsögn, lagt af stað frá Gamla skála
13:00 Íþróttavöllur: Sæludagaleikarnir
14:00 Gamli skáli: Fræðsla/umræður: Kyrrðarbæn – kristin íhugun.  Umsjón: Grétar Halldór Gunnarsson guðfræðingur
15:00 Íþróttahús: Söng- og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi – fyrri hluti
16:00 Íþróttahús: Söng- og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi – seinni hluti
18:00 Matskáli: Grillin heit – matur til sölu
20:00 Íþróttahús: KvöldvakaÓviðjafnanleg töfrasýning í umsjón Einars Mikaels töframanns
21:30 Café Lindarrjóður: Ljúfir tónar
23:00 Íþróttahús: Lofgjörðarstund – altarisganga. Tónlist í umsjá Sálmara
00:00 Í fjörunni fyrir neðan íþróttahúsið: Varðeldur

Mánudagur 4. ágúst
11:00 Gamli skáli: Lokasamvera
13:30 Við Gamla skála: Heimferð með rútu

Deildu skemmtilegum augnablikum frá Sæludögum á Instagram
#saeludagar2014 #kfumkfukiceland

Aðrar upplýsingar:

Verð á Sæludaga:
Fyrir 13 ára og eldri kr. 4.500,-
Fyrir 7 til 12 ára kr. 2.500,-
Dagsheimsókn kr. 2.500,-
Dagsheimsókn fyrir börn kr. 1.000,-
Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri.

Miðasala
Miðasala fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 og einnig í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina.

Gisting og tjaldstæði
Tjaldstæði eru á staðnum og innifalin í verði. Flest tjaldstæðin eru með möguleika á rafmagni. Uppbókað er í innigistingu en hægt er að skrá á biðlista. Verð fyrir innigistingu er ekki innifalið í verði.

Rafmagn á tjaldsvæðum
Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v.
Verð er kr. 2.000,- fyrir alla helgina (ekki fyrir mjög orkufrek tæki).

Rútuferðir
Rútuferð í Vatnaskóg verður frá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík á föstudeginum kl. 17:30 og frá Vatnaskógi á mánudeginum kl. 13:30.
Verð er 3.000,- kr., báðar leiðir.
Þeir sem hyggjast nýta sér rútufar eru beðnir að panta rútufar fyrir 17:00 fimmtudaginn 31. júlí hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.

Bílastæði
Bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn (á malarvelli). Vinsamlega leggið bílum þannig að þeir loki ekki akstursleiðum.

Matskálinn
Matskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig verslun og matsala.

Veitingasala
Í Matskála er veitingasala, þar verður seldur matur en einnig hægt að kaupa á grillið sem er fyrir framan Matskála og er einnig til almennra afnota.

Lambalæri til stuðnings nýbyggingu Vatnaskógar.
Á laugardagskvöldinu gefst Sæludagagestum kostur á að kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi. Verð aðeins kr. 2.000,- (1.500,- fyrir börn).

Café Lindarrjóður
Í Birkiskála II (nýbyggingu staðarins) er boðið upp á kaffihús, Café Lindarrjóður.
Kaffihúsið er opið föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 15:00.

Sturtur og salerni
Tveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu. Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum. Salerni eru í flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að
salernin eru fyrir bæði kynin og er því fólk beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi. Einnig eru útisalerni við íþróttavöllinn.

Rusl
Ruslatunnur eru staðsettar á tjaldstæðunum og við Matskálann. Ruslagámur er staðsettur fyrir aftan Matskálann.

Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri
Gospelsmiðja verður á föstudeginum kl. 19:30 og laugardeginum klukkan 17:00 fyrir hressa krakka (6 ára og eldri). Sungin verða skemmtileg gospellög og afraksturinn sýndur í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudeginum. Allir krakkar 6 ára og eldri velkomnir.

Gospelkór fyrir 14 ára og eldri
Boðið verður upp á þátttöku í Gospelkór. Skráning og upphitun er á laugardeginum kl. 10:30 í sal Gamla skála. Allir áhugasamir 14 ára og eldri eru velkomnir.

Hæfileikasýning barnanna
Að venju verður hæfileikasýning barnanna á dagskrá, skemmtilegur viðburður fyrir áhorfendur jafnt sem þátttakendur. Sýningin fer fram á sunnudeginum og verður að þessu sinni í tveimur hlutum, fyrri hluti kl. 15:00 og seinni hluti kl. 16:00. Til að auðvelda skipulag er óskað eftir að þátttakendur sendi skráningu á tölvupóstfangið saeludagar@kfum.is fyrir helgina.

Hreyfing og dans
Boðið verður upp á hressandi hreyfingu við allra hæfi á grasinu við Matskálann  kl. 10:15 og sunnudag kl.10:00.

Bátar
Bátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:30. Bátar eru lánaðir án endurgjalds, hálftíma í senn. Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið. Kynnið ykkur og börnunum þær vel áður en farið er út á bát.

Markmið KFUM og KFUK á Íslandi
Markmiðið er að efla heilbrigði alls mannsins, til líkama, sálar og anda. Starf KFUM og KFUK er fyrir fólk á öllum aldri og fer fram víða um landið í sumarbúðum, æskulýðsmiðstöðvum og kirkjum. Nánari upplýsingar um KFUM og KFUK er að finna á vefsvæðinu www.kfum.is.
 
Skógarmenn KFUM
Skógarmenn standa fyrir starfi KFUM í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi er starfsemi allt árið um kring. Á sumrin er boðið upp á vikudvöl fyrir drengi á aldrinum 9-17 ára. Boðið er upp á helgardagskrá fyrir feðga og feðgin, fjölskylduflokk að sumri og vetri og Heilsudaga karla í september. Á veturna eru fermingarnámskeið, leikskóladagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi.
 
Reglur á Sæludögum
– Allir eiga að fá að njóta dvalarinnar. Sýnum tillitssemi og nærgætni í öllum samskiptum.
– Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Gangið því vel um og látið allt rusl í þar til gerða dalla.
– Stranglega  bannað er að vera með opinn eld. Þó má að sjálfsögðu nota grill af varkárni.
– Í Vatnaskógi er ekki gert ráð fyrir mikilli bílaumferð.
– Ökum því varlega og geymum bílana á malarvellinum, vestan megin við íþróttasvæðið.
– Sú venja ríkir í Vatnaskógi að ef einhver verður valdur að tjóni, bætir viðkomandi fyrir það.
– Óheimilt er að vera með hunda eða önnur dýr innandyra.
– Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra.
– Neysla og meðhöndlun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og varðar brottrekstri af svæðinu.

#saeludagar2014 #kfumkfukiceland