Það voru þreyttir drengir sem lögðust á koddann sinn um kl. 23 í gærkvöldi eftir viðburðaríkan fyrsta dag í ævintýraflokki í Vatnaskógi. Dagskráin í gær var þó með hefðbundnum hætti og fátt sérlega ævintýralegt í gangi. Við buðum m.a. upp á skógargöngur, kassabílarallý, frjálsar íþróttir, skák, knattspyrnu, báta, kvöldvaka og smíðaverkstæði. Í viðbót við hefðbundna dagskrá í dag, verður síðan fjársjóðsleit og orusta svo eitthvað sé nefnt. 

Annars hefur flokkurinn farið vel á stað, drengjunum hefur gengið vel að aðlagast umhverfinu og finna sér verkefni við hæfi, þó þeir hafi vissulega verið orðnir þreyttir í gærkvöldi.

Ljósmyndir úr flokknum eru á myndasíðu Vatnaskógar.

Upplýsingar um starfið

Dagskráin í Vatnaskógi er römmuð inn af reglulegum matartímum og föstum dagskrárliðum. Í ævintýraflokkum er dagskráin eftirfarandi á hefðbundnum degi:

 • 8:30 Vakið
 • 9:00 Morgunverður
 •            Fánahylling
 •            Morgunstund
 •           Biblíulestur
 • 10:30 Frjáls dagskrá
 • 12:00 Hádegisverður
 •               Frjáls dagskrá
 • 15:30 Kaffitími
 •              Frjáls dagskrá
 • 19:00 Kvöldverður
 •               Frjáls dagskrá
 • 20:30 Kvöldvaka
 •              Kvöldkaffi
 •              Kapellustund (frjáls mæting)
 • 22:45 Kyrrð í svefnsölum