IMG_3750
Í Vatnaskógi hófst 9. dvalarflokkur þessa sumars í dag, blíðviðrisdaginn 21. júlí. Dagskrártilboðin voru fjölbreytt; borðtennismót, fótbolti, vatnatrampólínhopp, veiði, vaða í vatni, skoðunarferð, sigling, kúluvarp og smíði svo fáein séu nefnd. Allt er með kyrrum kjörum og hópurinn mjög meðfærilegur. Skoðið myndirnar hér. Meira síðar.