Þriðji dagur þessa dvalarflokks er runninn upp með skini og skúrum. Við nutum sólar eftir hádegi í gær og var þá blásið til hermannaleiks. Að venju tókust þar á Oddaverjar og Haukdælir. Í þeim leik er bannað að meiða en leyft að drepa. Lífið er þvottaklemma fest á ermina og ef óvinur nær klemmunni ertu dauður. Margir féllu í valinn en lífið var þó hægt að endurnýja með því að sækja sér nýja þvottaklemmu í nálæga skúringafötu. Stríðið fór vel fram og var næstum því friðsælt. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hermannaleiknum og þær má nálgast hér. Þess utan var dagskráin fjölbreytt og þétt. Allir eiga að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera í Vatnaskógi. Eftir hádegi í dag er meðal annars fyrirhugað að fara í gönguferð. Meira síðar.
Bestu kveðjur,
Guðmundur Karl Brynjarsson, forstöðumaður