Verðlaunaafhending á kvöldvöku

Verðlaunaafhending á kvöldvöku

Senn rennur níundi dvalarflokkurinn í Vatnaskógi sitt skeið á enda. Dagarnir hafa verið ljúfir og góðir þó auðvitað hafi gengið á ýmsu eins og við er að búast í svo stórum strákahópi. Strákarnir sofnuðu sælir og þreyttir eftir viðburðaríkan veisludag og fjölbreytta kvöldvöku, Meðfylgjandi myndir sem hér má sjá eru meðal annars af kvöldvökunni og æsispennandi fótboltaleik milli drengja og foringja en úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Haldið verður heim á leið kl. 16 í dag, laugardag og búast má við rútunum á Holtaveg um kl. 17.

Guðmundur Karl Brynjarsson,
forstöðumaður