Það gerist ekki á hverju ári að skógarmet sé slegið í Vatnaskógi. En Skógarmet eru skilgreind sem besti árangur sem einstaklingur hefur náð í ákveðinni íþróttagrein í sínum aldursflokki í frjálsíþróttamótinu í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi eru tvær greinar í frjálsíþróttamótinu sem njóta sérstakrar virðingar enda sérstakar fyrir svæðið. Annars vegar víðavangshlaup í kringum Eyrarvatn og hins vegar Brekkuhlaup upp veginn að hliðinu að Vatnaskógi og aftur til baka.

Í dag sló Daníel Smári Hlynsson, Skógarmet í brekkuhlaupi í aldursflokknum 9-11 ára, á tímanum 7 mín og 45,9 sek. Tími Daníels Smára er tæpum 15 sekúndum betri en eldra met í þessum aldursflokki, en metið sem hann sló var sett árið 1982 og var því orðið 32 ára gamalt.

Þetta er einstakur árangur og ljóst að Daníel Smári er mikið framtíðarfrjálsíþróttaefni.

Myndband af því þegar Daníel Smári kom í mark en tveir drengir ákváðu að hlaupa með honum síðustu metrana í mark.