Við viljum minna á að skráningar í sumarbúðir (Vindáshlíð, Vatnaskóg, Hólavatn, Ölver og Kaldársel) og leikjanámskeið (Lindakirkju og Reykjanesbæ) hefjast miðvikudagskvöldið 25.mars kl. 18:00.

Netskráning verður í boði á www.sumarfjor.is en einnig verður opið á skrifstofu félagsins á Holtavegi 28 frá kl. 18 til 21 og er öllum velkomið að koma og skrá á staðnum eða hringja í s. 588 8899. Númerakerfi verður sett upp kl. 17:00.

Á Akureyri verður hægt að koma við í félagsheimilinu okkar í Sunnuhlíð kl. 18 til 20 og skrá á staðnum.

Til að geta skráð barn eða börn þá þarf viðkomandi að hafa við hendina kennitölu barns, kennitölu forráðamanna, símanúmer og netföng tengiliða og greiðsla fyrir dvölina (ýmsar greiðsluleiðir eru í boði á skrifstofunni).

Það er spennandi sumar framundan hjá okkur KFUM og KFUK sem þið ættuð endilega að kynna ykkur.