Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður kaffisala Skógarmanna og tónleikar á Holtavegi 28.
Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 18:00.
Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra veitinga á þessum degi. – Frábærar veitingar.
Um kvöldið kl. 20:00 verða síðan tónleikar að hætti Skógarmanna og óhætt er að lofa frábærri skemmtun.
Tónleikarnir verða fjölbreyttir, skemmtun við allra hæfi Eyþór Ingi og Jóhann Helgason munu koma fram og hinn frábæri Karlakór KFUM munu koma fram undir stjórn Laufeyar Geirlaugsdóttur og undirleikari er Ásta Haraldsdóttir. Stjórnandi er séra Sigurður Grétar Sigurðsson. Aðgangseyrir er aðeins 2.000 kr.