Þá er fyrsti flokkur Vatnaskógar komin á fulla ferð. Það eru tæplega 90 drengir sem mættu á staðinn. Topp drengir, mikið búið að gera þótt aðeins sé liðin sólarhringur síðan hópurinn mætti á svæðið meðal þess eru Bátar íþróttir, skógarleikir og borðtennismót.

Um kvöldið var kvöldvaka að hætti Skógarmanna sungið, leikrit, framhaldsaga, og hugvekja í lokin. Svefnin gekk vel hjá langflestum.

Drengirnir vöknuðu snemma og voru allir drengirnir mættir fyrir kl. 9:00 í morgunverð. Í dag er ágætt veður bjart, logn en fremur kalt 8°. Eftir hádegismat (lasagne) tók við svo kallaður „hermannaleikur“ sem skemmitlegur klemmuleikir sem fer fram út í Oddakoti sem er u.þ.b. 15 mín. ganga frá húsunum. Eftir kaffi verður hefðbundin dagskrá, íþróttir, bátar, smíðastofa, leikir í íþróttahúsi og útileikir.

MYNDIR ÚR FLOKKNUM HÉRNA

Takk fyrir okkur og endilega fylgist með á Facebook síðu Vatnaskógar þegar nýjar fréttir birtast.

Kveðja Ársæll