Tæplega 100 flottir drengir eru mættir í 2. flokk Vatnaskógar.  Flestir hafa komið áður en stór hópur er að þó að koma í fyrsta sinn og var boðið uppá í sérstaka kynnisferð um svæðið.  Allt opið, bátar, íþróttahús, smíðaverkstæði.  Fótboltinn er mjög vinsæll og mikil þátttaka í Svinadalsdeildinni.

Þetta fer mjög vel af stað.  Tryggt var að allir væru með sínum félögum. Mjög mikil og góð stemming í hópnum. Hér eru góðir drengir og hópurinn skemmitlegur.

Maturinn: Kjúklingaleggir í hádegismat, stórkaka og heimabakað kryddbrauð í kaffitímanum og ávaxtasúrmjólk í kvöldmat.

Veðrið: Logn en örlítil rigning af og til, hiti 11°

Myndir hérna!

síðan barst frétt á mbl.is. 

Já svona er lífið í Vatnaskógi.

Kær kveðja, Ársæll forstöðumaður.