Þá er síðasti dagur 2. flokks runninn upp. Í gær var fjölbreytt dagskrá, frjálsar íþróttir, bátar og vatnafjör og var meðal annars vatnatrambólín sett út sem vakti mikla lukku, stórleikur úrvalsliðs drengja við foringja var leikin og lyktaði leiknum með jafntefli og máttu foringjar þakka fyrir þau úrslit. Frábær stemming var á veilsukvöldi gærkvöldsins. Þar var skemmtidagskrá, úrslit biblíuspurningarkeppninnar og bikaraafhending.

Skógarmet var sett í flokknum en Daníel Smári Hlynsson bætti skógarmet í 1300 m. hlaupi (hlaupið er upp veginn, heim að gatnamótum fyrir ofan húsin og niður aftur). Daníel hljóp á tímanum 4:10:44 og bætti metið um 14 sek.  sannarlega frábær árangur hjá Daníel sem er að slá sitt annað Skógarmet en hann setti einnig Skógarmet á síðasta ári í Brekkuhlaupi þá í yngri flokki.

Veðrið: Sól, NA gola en hlýtt.

Maturinn: Pizza í hádegismat.

Dagskráin: Skógarmannamessa og frjáls tími fyrir hádegi, pakkað og hópleikir í íþróttahúsi eftir hádegi.

Til foreldra: Kærar þakkir fyrir að senda drenginn þinn í Vatnaskóg, frábærir drengir sem skemmtu okkur starfsfólki held ég meira en við þeim, fyrirmyndir drengir í alla staði.

Heimferð: Brottför úr Vatnaskógi kl. 16:00 áætluð koma á Holatveg 28 kl. 17:00.

MYNDIR frá ýmsum tímum flokksins.

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi

Ársæll