3. flokkur, fyrri ævintýraflokkur sumarsins kom hingað í gær. Flestir vanir skógarmenn sem þekkja allt út og inn. Frábært veður, allt í gangi, bátar, fótbolti, kassabílar, íþróttir, gönguferð, kvöldvaka, biblíulestur ofl. ofl. Drengirnir taka vel til matar síns, sumir eins og niðurföll eins og oft á þessum aldri enda mikið vaxtarskeið. Kröftugir drengir og glaðsinna. Flokkurinn fer vel af stað. Myndir koma smám saman og segja meira en mörg orð. Njótið dagsins kæru lesendur. Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson.