Ja maður nennir nú ekki að hanga inni og skrifa eitthvað í tölvu vegna veðurs. En óhætt er að segja að 3. flokkur hafi verið einstaklega heppinn með veður hingað til. Foringjarnir hafa boðið uppá metnaðarfulla dagskrá og sumt sem aðeins tengist ævintýraflokki. Gönguferð í hyl, kvöldvaka í Skógarkirkju, sólstrandarferð í Oddakot, flóttinn úr Vatnaskógi í gærkvöldi, vaktir í morgun og fóru beint í hasarleik og svona mætti lengi telja. Á kvöldvöku í gær var hæfileikasýning þar sem drengirnir fengu tækifæri til að sýna listir sínar og nýttu margir það tækifæri. Hér er dekrað við þá í fæði, borðað fimm sinnum á dag. Kaffitíminn er nú oft vinsæll þar sem alltaf koma þrjár tegundir af heimatilbúnu bakkesli á borðið, eitt brauðmeti og tvær kökusneiðar. Þær eru fáar ömmurnar sem toppa þetta :). Í dag er veisludagur sem þýðir hátíðarkvöldverð og hátíðarkvöldvöku. Auk þess er fjölbreytt dagskrá eins og alla hina dagana. Eftir kaffi stendur til að helstu knattspyrnumenn flokksins fái að spila við okkur starfsmennina …. svo fremi sem þeir séu ekki tapsárir :). Hægt er að sjá myndir á myndsíðunni og finna 3. flokk. Nýjar myndir koma senn. Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson