4. flokkur 2015 fer vel af stað, 65 drengir mættu spenntir í Lindarrjóður í gær. Fæstir hafa komið áður og fór því dagurinn að miklu leyti í að kynna svæðið fyrir drengjunum t.d. með gönguferð.
Tryggt var að allir væru með sínum félögum. Það ríkir góð stemmning í hópnum, góðir drengir og hópurinn skemmtilegur. Yfir daginn var boðið upp á alls kyns dagskrá og gátu drengirnir farið í fótbolta, borðtennismót, báta, brandarahorn, létta bootcamp-leikfimi svo fátt eitt sé nefnt. Veðrið var millt og hlýtt þrátt fyrir fjarveru sólar. Vel gekk að koma drengjunum í háttinn og aðeins örfáir sem sofnuðu ekki um leið og lagst var á koddann eftir langan og ævintýralegan dag.
Sólin lét sjá sig í morgun og verður vonandi viðstödd fram eftir degi. Hér er gola en hlýtt. Fjölbreytt dagskrá er framundan og verið er að undirbúa þrautabraut.
Kær kveðja, Ólafur Jón forstöðumaður.