3. dagur byrjar af krafti í Vatnaskógi. Rigning heilsaði okkur í morgunsárið en nú hefur stytt upp á ný og ekki von á rigningu fyrr en síðdegis. Því miður er of hvasst fyrir báta og hafa þeir verið lokaðir frá því í gærmorgun. Í staðinn höldum við úti öflugu smíðaverkstæði þar sem margir drengir dunda sér við að tálga eða smíða.

Gærdagurinn gekk vel fyrir sig og fóru drengirnir ánægðir í háttinn kl. 09.40 í gær. Vel gekk að koma þeim í ró.

Í dag verður m.a. boðið upp á kassabílarallý, sögustund og stuttmyndagerð. Mót í fótbolta og frjálsum íþróttum halda líka áfram.

Ég minni á sérstaka dagskrá sem er í boði fyrir forráðamenn á sunnudag hér kl. 13.

  • Mótaka í matsal kl. 13
  • Kynning á staðnum
  • Dagskrártilboð fyrir forráðamenn og drengi
  • Kaffi kl. 15:15
  • Heimferð

Fleiri myndir komnar!

Kær kveðja,

Ólafur Jón forstöðumaður.