Vatnið er spegilslétt og hér er hlýtt. Nú þegar hefur þar til gerður kútur (tuðra) verið settur aftan í mótorbátinn og þeim sem þora boðið að láta draga sig eftir vatninu. Margir vilja prófa. Síðar í dag munum við bjóða upp á hinn sívinsæla hermannaleik og í kvöld munu foringjar etja kappi við drengi í fótbolta. Margt fleira er í gangi og úr mörgum öðrum dagskrártilboðum að velja.

Gærdagurinn gekk vel og sérstaklega ratleikurinn sem var í boði eftir kvöldmat. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér vel. Eins og fyrr fóru drengirnir sáttir að sofa.

Illa gekk að taka myndir í gær en munum við gera okkar besta til að festa daginn í dag á filmu.

Meindýraeyðir er á svæðinu og vinnur að flugnavörnum í húsum staðarins.

Enn er hægt að boða komu sína í móttökuna kl. 13 á sunnudag með því að fylla út skráningarform hér.

Kær kveðja,
Ólafur Jón forstöðumaður.