Í gær komu 100 spenntir drengir í Vatnaskóg. Um helmingur þeirra hafði komið áður en hinir í fyrsta skipti. Drengirnir völdu sér eitt af sjö borðum og var vísað í tilheyrandi svefnsali. Vinir eru saman en strax hafa drengir eignast nýja og fleiri vini, borðfélaga sína og aðra.

Allt hefur gengið ljómandi vel og fóru drengirnir glaðir að sofa eftir kvöldvöku. Í boði var að fara í kapelluna og enda daginn með bæn. Margir nýttu sér það.

Í þessum skrifuðu orðum er Biblíulestri að ljúka. Drengirnir fengu fræðslu um Biblíuna og var kennt að fletta í Nýja-testamentinu. Margt skemmtilegt er framundan t.d. smíðar, fótboltamót, körfuboltamót, borðtennismót. Einnig er hægt að lita og lesa svo fátt eitt sé nefnt. Því miður verða bátarnir lokaðir vegna norðanaustangjólu.

Veður er hér fínt, sól skín í heiði og vindur heldur burt mýi. Samkvæmt veðurspá á hér að haldast þurrt út vikuna, vera hlýtt og sjást til sólar. Bátar munu opna við fyrsta tækifæri!

Myndir eru komnar inn á myndasíðu KFUM & K og þær má sjá hér!

Endilega lækið Facebooksíðu Vatnaskógar 😉

Kær kveðja,
f.h. forstöðumanna
Ólafur Jón Magnússon