Sólin hefur skinið í allan dag en kaldur vindur blæs. Sem betur fer eru margir skjólgóðir staðir í Vatnaskógi vegna trjánna og vel hægt að leika sér úti. Í dag er þema fræðslunnar Jesús Kristur. Í morgun var líf hans, starf og krossfesting viðfangsefnið og upprisan verður til umfjöllunar í hugleiðingu kvöldsins. Útgangspunkturinn í fræðslunni er kærleikur Guðs til allra manna.Eftir fræðsluna og Biblíulestur hófst dagskráin af krafti. Boðið var upp á Brekkuhlaup, smíðaverkstæði o.fl. Einnig var leikinn úrslitaleikur í Svínadalsdeildinni. Eftir hádegismat var vinsælt að fara í hástökk eða í hungurleikana. Heitir pottar verða opnir fram að kvöldmat.

Dagurinn í dag dregur nafn sitt af hátíðarkvöldverði og sérstakri kvöldvöku sem haldin verður á eftir. Á matseðlinum er Bayonne-skinka ásamt öllu mögulegu meðlæti.

Myndir koma reglulega á myndasíðuna okkar.

Endilega fylgist með á Facebooksíðu Vatnaskógar. Kær kveðja,
f.h. forstöðumanna

Ólafur Jón Magnússon