Í dag fengu drengirnir að sofa ögn lengur eða til klukkan 9. Veislukvöldvakan í gærkvöldi gekk vel en þar voru meðal annars bikarar afhentir fyrir afrek vikunnar, úrslit úr biblíuspurningakeppni fór fram ásamt sýningu á Sjónvarpi Lindarrjóðri en þá fá drengirnir að sjá myndbrot úr flokknum ásamt öðrum stuttmyndaatriðum.

 

Á dagskrá í dag er knattspyrnuleikur milli úrvalsliða drengja, draumaliðs og stjörnuliðs, en þau lið öttu kappi við foringja í gær. Skemmtilegur leikur sem kallast Orrusta verður í framhaldi af því áður en haldið verður í síðasta kaffitímann og kleinuhringir snæddir.

 

Rútur munu leggja af stað um kl. 16:00 og áætluð koma á Holtaveg 28 kl. 17:00

 

Minnum á myndir úr flokknum og facebooksíðuna okkar.

kær kveðja,
f.h. forstöðumanna

Hilmar Einarsson