Í gær komu hingað 88 sprækir drengir í Skóginn. Þeir hafa verið önnum kafnir að skoða staðinn og prófa það sem við höfum upp á bjóða. Almenn ánægja ríkti meðal drengjana og spenningur fyrir næstu dögum. Drengirnir fóru glaðir og þreyttir í háttinn og öllum tókst að sofna þó það tæki mislangan tíma.
Nú eru drengirnir að leika sér fram að hádegismat. Fyrr í morgun var morgunfræðsla um Biblíuna og svo fór hvert borð (hópur drengja sem sitja saman í matsal og sofa saman í herbergjum) með sínum foringja í Biblíulestur en þar er þeim kennt að fletta í Nýja-testamentinu.
Svínadalsdeildin í fótbolta er í fullum gangi sem og frjálsíþróttamótið. Báðar keppnirnar eru á milli borða. Einstaklingskeppni í borðtennis stendur yfir í íþróttahúsi. Smíðaverkstæði er opið í bátaskýlinu og allt bendir til þess að vindur verði nógu stilltur fyrir báta eftir hádegi.
Annars er hér gott og millt veður þó ekki sjáist til sólar. Von er á rigningu síðdegis en það mun ekki stoppa drengina í leikjum þeirra.
Myndir eru komnar inn á myndasíðu KFUM & K og bætast reglulega fleiri við.
Fylgist líka með Vatnaskógi á Facebook.
Kær kveðja,
f.h. forstöðumanna
Ólafur Jón Magnússon forstöðumaður