Þá er síðasti dagur 6. flokks runninn upp. Drengirnir hafa lokið við að pakka og eru nú að leika sér. Vatnaskógarpítsan er í ofninum og verður borin fram kl. 12:30. Eftir hádegismat verður margt skemmtilegt í boði og þar ber hæst orrustu í íþróttahúsinu. Um kl. 16 leggur rútan af stað í bæinn og er áætlaður komutími á Holtaveg 28 kl. 17:00.
Óskilamunir fara á Holtaveg og þar geta foreldrar vitjað þeirra.
Fleiri myndir eru komnar á myndasíðuna okkar.
Kær kveðja
f.h. forstöðumanna
Ólafur Jón Magnússon