Í Vatnaskógi er mikið fjör. Nóg er um að vera og drengirnir sitja ekki aðgerðarlausir. Því miður er rok hjá okkur svo við höfum ekki getað opnað báta en reynum að bjóða upp á dagskrá á skjólgóðum svæðum og í íþróttahúsinu. Á föstudagskvöld gistu 26 drengir undir berum himni í góðu veðri eftir skemmtilega kvölddagskrá í skóginum. Í gær fórum við svo með allan hópinn í sund á Hlöðum og vakti það mikla lukku. Í gærkvöldi fengu þeir að heyra stutt sögubrot frá Hreggviði nokkrum Jónssyni sem hafði grafið fjársjóð hér á staðnum árið 1911. Spennandi fjársjóðsleit hófst í kjölfarið sem stendur enn yfir. Meðal annarra dagskrárliða hafa verið smíðaverkstæði, fótboltaspils- og stangartennismót, pool-mót, hunger games leikurinn og aðrir skemmtilegir útileikir, þrístökk án atrennu, 1500 metra hlaup, ultimate frisbee, stuttmyndagerð (Sjónvarp Lindarrjóður) og fleira. Ekki má gleyma fótboltaspilsmóti á nýjum stórum velli þar sem drengirnir eru fótboltakarlarnir (human fussball).

Í kvöld er svo ráðgert að vaka aðeins lengur en venjulega og bjóða upp á óhefðbundna dagskrá.

Nýjar myndir komu í gærkvöldi frá degi 2 og 3

Minnum líka á facebook síðuna okkar.

kveðja,
Hilmar Einarsson, forstöðumaður