Tæplega 80 drengir eru mættir upp í Vatnaskóg. Hópurinn er fjörugur og skemmtilegur og búumst við við ánægjulegri viku.
Í dagskrá gærdagsins var meðal annars að finna borðtennismót, leiki úti á grasflöt, smíðaverkstæði, kúluvarp, gönguferð, knattspyrnudeildina og fleira. Íþróttahúsið var opið með öllu sem þar er að finna. Eftir kvöldmat leyfðum við þeim sem vildu að vaða í vatninu og nýttu margir sér það. Vindur er töluverður og því var ekki hægt að lána út báta. Að öðru leyti er veður gott og sól skín.
Í fræðslustund dagsins var fjallað um Biblíuna, hvað hún er og hvernig hún er notuð af kristnum mönnum.
Í Vatnaskógi er alltaf heimabakað bakkelsi í kaffitímanum. Í gær var t.d. kökusneið og brauðbolla. Auk þess er oftast heimabakað brauð en í gærkvöldi fengu drengirnir að njóta þess með blómkálssúpu. Kjúklingaleggir eru á matseðli hádegisverðar og býst ég við að þeir renni ljúflega niður.
Myndir segja meira en mörg orð.
Minni einnig á Facebook síðu Vatnaskógar
kær kveðja,
Hilmar Einarsson, forstöðumaður