Í gær lægði vind og þá gátum við opnað bátana í fyrsta sinn við mikinn fögnuð meðal drengjanna. Sólin lét einnig sjá sig og af því tilefni var í boði að vaða og busla í vatninu í gærkvöldi. Margir nýttu sér það á meðan aðrir tóku þátt í mannhæðarfótboltaspilsleik (human fussball) eða öðrum skemmtilegum útileikjum. Stangartennis er einnig vinsæll sem og smíðaverkstæðið. Mikið annað hefur verið um að vera síðustu daga en til dæmis má nefna mikið af frjálsum íþróttum, til dæmis kringlukast, langstökk, 1500m hlaup og brekkuhlaup. Knattspyrnumótið heldur áfram og hinar ýmsu keppnir innanhúss eins og pool-mót, skákmót og fleira.

Í gær fór fram fjársjóðsleit en Hreggviður nokkur Jónsson átti að hafa grafið aleigu sína hér einhvers staðar árið 1911 áður en hann lést. Margir tóku þátt í að fylgja vísbendingum um skóginn og fræðast um líf Hreggviðs í leiðinni og endaði það með að u.þ.b. 10 strákar fundu fjársjóðinn um kvöldið.

Á fimmtudag var kvöldvaka haldin úti við lítinn varðeld í góðu veðri.

Nýjar myndir koma reglulega inn.

Minni einnig á okkur á Facebook.

kveðja,
Hilmar Einarsson, forstöðumaður