Veðrið leikur við okkur í dag og nú höfum við loksins náð að bjóða upp á dagskrá á vatninu. Sem stendur eru margir úti á vatninu. Eftir kaffi verður fjölbreytt dagskrá við vatnið og stórhætta á að einhverjir blotni, en  heitu pottarnir eru þá ekki langt undan.  Í gær bar helst til tíðinda að farið var í útilegu upp að Kúhallarfossi, sem er í ríflega 4 km. fjarlægð frá Vatnaskógi (ásamt nokkurri hækkun). Þátttaka var framúrskarandi góð, en um 95% af hópnum fóru með í gönguferðina og svo gistu 35 krakkar ásamt starfsmönnum í nótt, undir berum himni. Kvöldvaka, grill og varðeldur var  á dagskránni. Í morgun var svo hægt að skella sér í hyl nokkurn sem er ofan við fossinn og létu nokkrir slag standa.  Það er okkar von að útilegan verði upplifun sem þau munu koma til með að muna lengi. Hópurinn kom aftur í Lindarrjóður nú um hádegisbilið. Í kvöld bíður svo spennandi dagskráog verður m.a. farið niður á Hlaðir í sund.

Hópurinn er vel stemmdur, sem fyrr, og dagarnir líða hratt, en á morgun verður síðasti heili dagurinn hér. Nýjar myndir má finna á myndasíðunni.

Kveðja frá forstöðumönnum.