Þá er runninn upp lokadagur unglingaflokks 2015. Tíminn hefur liðið hratt hér í Vatnaskógi undanfarna daga. Í gær var veisludagur sem bæði kom fram í dagskrá og mat. Ýmsar keppnir voru í gangi og keppt til úrslita þar sem við átti. Listasmiðja, smíðastofa og tónlistarsmiðja voru líka á fullu og keppst við að leggja lokahönd á það sem þar var verið að skapa.
Í þessum skrifuðum orðum erum við að hefja Skógarmannamessu, þar sem krakkarnir hafa m.a. útbúið altaristöflu, og taka þátt í messunni, bæði með tali og tónlist. Það er samdóma álit þeirra starfsmanna sem hér eru að þessi hópur hafi verið einstakur – góður andi, samheldni og mikil virkni, ásamt því að framkoma þeirra í garð hvers annars og starfsmanna hefur verið til fyrirmyndar. Foreldrar þeirra og forráðamenn mega vera stolt af þeim og það verður með söknuði sem við kveðjum þennan hóp í dag. Hópurinn leggur af stað úr Vatnaskógi kl. 16 og áætlum við komu á Holtaveg kl. 17 í dag. Nokkra nýjar myndir hafa líka verið settar inn á myndasíðuna okkar.
Kærar kveðjur frá forstöðumönnum!